Það er aldri auðvelt að skilja og að halda því fram að skilnaður sé auðveldasta leiðin er byggt á vanþekkingu og fordómum. Það tilfinningaferli sem fer í gang hjá fólki sem skilur er ekki ólíkt því sem á sér stað hjá þeim sem missir maka sinn. Þetta ferli kallast sorg. Það er misjafnt hvað fólk syrgir við skilnað því þótt allir syrgi ekki fyrrverandi maka sinn þá getur fólk syrgt það líf sem það átti (fjölskyldulífið, hjónabands/sambúðarlífið) eða vonir um líf sem aldrei varð.

Við skilnað geta viðbrögð umhverfis verið afar breytileg. Margir mæta skilningi og hlýju, aðrir geta mætt andúð og jafnvel fordæmingu. Sumir missa samband við fyrrverandi tengdafjölskyldu og vini, jafnvel börn sín. Mikill söknuður og sorg getur fylgt því. Það að horfa upp á fyrrverandi maka með nýjum lífsförunaut getur valdið óbærilegri þjáningu. Sorgin og sorgarferlið verður oft blandið reiði og höfnunartilfinningu sem erfitt getur reynst að vinna úr og jafna sig á. Þetta getur leitt af sér beiskju og einmanaleika. Þá getur þjóðfélagsstaða og efnahagur breyst mikið og skipting eigna raskað fjárhag illilega.

Sjálfstyrkingarnámskeiðið verður byggt upp á svipaðan hátt og sorgarhópar. Námskeiðið hefst á opnum fyrirlestri og kynningu og þar getur fólk skráð sig á námskeiðið. Námskeiðið tekur síðan fimm og er haldið í lokuðum hóp þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með allan tímann.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 18. september kl. 20:00

Hér er viðtal við sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem leiðir hópinn ásamt sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur:

Að ná áttum og sáttum

Hér er grein um svipað efni: Brotnar fjölskyldur eða betra líf.