Grafarvogskirkja kl. 11:00
Guðsþjónusta þar sem fermingarbörn úr Folda- og Rimaskóla eru boðin sérstaklega velkomin ásamt foreldrum. Fundur með prestum og æskulýðsfulltrúa og pálínuboð er eftir guðsþjónustuna. Fjölskyldur fermingarbarna koma með veitingar. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason þjóna ásamt messuþjónum. Organisti og kórstjóri er Hákon Leifsson. Kór kirkjunnar leiðir söng og Edgar Smári Atlason syngur einsöng.

Sunnudagaskóli er á neðrihæð á sama tíma. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og séra Guðrún Karls Helgudóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Borgarholtsskóli kl. 11:00
Guðsþjónusta til heiðurs jörðinni. Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Félagar úr Kammerkór Grafarvogskirkju leiða söng.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Gunnfríðar Tómasdóttur.
Velkomin!