40 krossar eru staðsettir fyrir framan Dómkirkjuna í dag til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum á hverju ári.  Þá hefur af sama tilefni gulum slaufum verið komið fyrir allt í kringum Tjörnina.

Málþing verður um sjálfsvíg í safnaðarheimili Dómkirkjunnar kl. 15:00.

Kyrrðarstund verðu í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20:00.  Nánari upplýsingar um daginn má finna hér á undirsíðu fréttarinnar.

Snemma í morgun voru settir upp 40 krossar við Austurvöll framan við Dómkirkjuna til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum. Samkvæmt brágabirgðatölum léstust 40 í sjálfsvígum árið 2010 en síðustu ár hefur fjöldinn verið í kringum 33-37 sjálfsvíg á ári. Hæst fóru sjálfsvíg árið 2000 en þá fell 51 fyrir eigin hendi.  Að auki hafa verið settar upp gular slaufur á ljósastaura í kringum Tjörnina auk þess sem barmmerki með gulri slaufu eru í sölu til styrktar sjálfsvígsforvörnum og stuðningi við aðstandendur.

Málþing um sjálfsvíg og forvarnir verður í safnaðarheimili  Dómkirkjunnar við Tjörnina og hefst það kl. 15: Dagskrá er sem hér segir:
Upp á líf og dauða – Um sjálfsvígsáhættu ungs fólks; Jónína Leósdóttir rithöfundur
Umfang sjálfsvíga á Íslandi og viðbrögð heilbrigðiskerfisins: Óttar Guðmundsson, geðlæknir
“Veldu þá lífið…”Sigrún Halla Tryggvadóttir, félagi í Hugarafli talar um reynslu sína
Sjálfsvíg: Forvarnir, öryggisnet og tengslanet. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi
Staða aðstandenda eftir sjálfsvíg:
Trúir þú á líf fyrir dauðann? Elín Ebba Gunnarsdóttir
Vandi fólks sem upplifir sjálfsvíg. Benedikt Guðmundsson
Neyðarnúmerið 1717: Símtöl frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum, Haukur Árni Hjartarson starfsmaður RKÍ.
Stjórnandi Halldór Reynisson

Kyrrðarstund í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður í Dómkirkjunni kl. 20
Dagskrá kyrrðarstundarinnar verður á þessa leið:
Árelía Eydís Guðmundsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
Benedikt Guðmundsson aðstandandi fjallar um stuðning við þau sem hafa mist í sjálfsvíg
sr. Sigurður Pálsson flytur hugvekju.
Tónlist:
Páll Óskar Hjálmtýsson
Jónas Sigurðsson
Fabúla
Kári Þormar dómorganisti

Að lokinni athöfn í kirkjunni verður gengið niður að Tjörn – ef veður leyfir þar sem kertum verður fleytt til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa frá fyrir eigin hendi.

Þær stofnanir og samtök sem að þessu átaki standar eru:

Þjóðkirkan; Embætti landlæknis; geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúss; Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð; Rauði krossinn; Hugarafl og Geðhjálp, auk aðstandenda.

Nánari upplýsingar veita
Salbjörg Bjarnadóttir, landlæknisembættinu, 862 8156,
Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar 856-1571,
Benedikt Guðmundsson aðstandandi 897 2386 og
Valborg Guðlaugsdóttir aðstandandi 6939821