Sunnudagaskóli verður alla sunnudaga bæði á neðri hæð kirkjunnar og í Borgarholtsskóla kl. 11:00. Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Grafarvogssafnaðar hefur umsjón með starfinu.

Guðsþjónustur í Borgarholtsskóla verða alla sunnudaga kl. 11:00 nema fyrsta sunnudag í mánuði verður gospelmessa. Vox Populi mun syngja eins og venjulega annan hvern sunnudag og í öllum gospelmessum. Nýr organisti í Borgarholtsskóla er Hilmar Örn Agnarsson.

Annað barna- og unglingastarf hefst flest allt í næstu viku en í boði verður unglingastarf fyrir 8-10 bekk, 6-9 ára starf, 10-12 ára starf, stelpukvöld og svo verður Stúlknakór Reykjavíkur verður starfræktur í kirkjunni fyrir stúlkur í 4.-7. bekk.

Nánari uplýsingar birtast á næstu dögum.
Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni!