Helgistund kl. 10:00 í voginum fyrir neðan kirkjuna. Við fjöruborðið er fornt naust sem varbátalægi hér á árum áður. Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík taka þátt. Þorvaldur Halldórsson leiðir almennan söng við undirleik Flemmings Viðars Valmundssonar, harmonikkuleikara.

Guðsþjónusta kl. 11:00 í kirkjunni. Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Ingi Þór Hafdísarson sem er nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum. Ritningarlestra les Guðmundur Jónsson, sjómaður. Þorvaldur Halldórsson flytur tónlist og leiðir almennan safnaðarsöng.

Kaffi og kleinur eftir messu að íslenskum sjómannasið.

Verið hjartanlega velkomin!