Dagskrá:
,,Jólabrunch” – Vantar þig fleiri tækifæri til að fá til þín þau sem þér þykir vænt um um jólin? Þarftu, eðalangar þig, til að brydda upp á einhverju nýju í jólaboðum í ár? Þá hefur listakonan Ingunn Björg Arnardóttir kannski hugmyndir sem gætu hjálpað þér. Hún ætlar að kynna hugmyndir að ,,jólabrunch”, hvað er hægt að bjóða upp á, tillögu að matseðli, sniðuga uppskrift og hvernig við getum lagt fallega á borð.

Sigurður Pálsson les úr endurminningarsögu sinni, Bernskubók, en hún kallast á við Minnisbók Sigurðar sem hann fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2007.

Vox Populi, kór kirkjunnar og Borgarholtsskóla, tekkur lagið fyrir okkur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar

Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur aðventulög eins og honum einum er lagið.

Jólalegar veitingar.

Við vonumst til að sjá sem flest en fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Stjórn Safnaðarfélagsins