Þann 8. nóvember kl. 20:00 verður fyrirlesturinn ,,Sorgin og jólin“ fluttur í Grafarvogskirkju.  Fyrirlesari er Lena Rós Matthíasdóttir, prestur. Eftir fyrirlesturinn verður viðstöddum boðið að skrá sig í samfylgdarhóp sem mun hittast í þrjú skipti í nóvember, á þriðjudagskvöldum kl. 20:00. Hópana leiða sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir.

,,Sorgin og jólin“ – helgistund.
Þann 8. desember mun Ný dögun, Landsspítalinn og Þjóðkirkjan leiða fyrirbæna- og helgistund undir yfirskriftinni ,,Sorgin og jólin“ í Grafarvogskirkju. Hér er kominn fallegur vettvangur utan um fjölskyldur í sorg og verður fólki gefinn kostur á að kveikja á kertum til minningar um látinn ástvin.