Hátíðarhöld sjómannadagsins hefjast kl.10.30 með helgistund við naustið,
bátalægi sem er fyrir neðan kirkjuna.
Félagar úr björgunarsveitinni Ársæli standa heiðursvörð.
Flutt verða ritningarorð og sungnir sjómannasálmar.

Sjómannamessa hefst kl. 11.
Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjónar fyrir altari.
Örn Pálsson framkv. stjóri Landsambands smábátaeigenda flytur hugvekju.
Sjómenn flytja ritningarorð.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hörður Bragson.