Grunnskólarnir í Grafarvogi og Grafarvogssöfnuður hafa hug á að stofna barnakór fyrir nemendur í 5. -7. bekk. Markmiðið er að koma af stað öflugum kór sem yrði í framtíðinni barna og unglingakór.
Verkefni kórsins verða m.a. að syngja fyrir nemendur grunnskólanna, við athafnir og samkomur í skólunum og ásamt því að koma fram í nokkrum athöfnum á vegum Grafarvogssafnaðar.
Aðsetur kórsins verður í Víkurskóla og fara æfingar fram á þriðjudögum
kl. 17:00 – 18:00 og fimmtudögum kl. 17 :00 – 18:30
Þátttökugjald er 4000 kr fyrir skólaárið.
Skráning og greiðsla inntökugjalds fer fram í Víkurskóla hjá skólaritara.
Stjórnandi kórsins verður Björg Birgisdóttir.Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 5. október kl. 17 í Víkurskóla

Fljótlega verður efnt til foreldrafundar þar sem stofnað verður Foreldrafélag til stuðnings kórnum og stjórnanda hans.