16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð     
„Lífsins brauð“, Brauðmessa í Borgarholtsskóla. Séra Guðrún Karlsdóttir þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Vox Populi syngur og Guðlaugur Viktorsson er organisti.

Guðsþjónusta í kirkjunni þar sem fermingarbörn úr Rimaskóla, Foldaskóla, Húsaskóla og Hamraskóla eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason þjóna ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Organisti er Hákon Leifsson. Kirkjukórinn leiðir söng. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með fermingarbörnunum og foreldrum þeirra. Eftir fundinn verður borðað saman.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Gunnar Einar Steingrímsson, djákni.