Fögnum einum hjúskaparlögum í guðsþjónustu Grafarvogskirkju  sunnudaginn 27. júní kl. 11:00.

Þennan dag, sem er alþjóðlegur baráttudagur samkynhneigðra, taka ein hjúskaparlög gildi á Íslandi. Frá og með þessum degi geta karlar gifst körlum, konur konum, karlar konum og konur körlum.

Prestar Þjóðkirkjunnar eru meðal þeirra sem hafa réttindi til þess að gefa saman hjón og tekur stór hluti presta þessum nýju lögum fagnandi.

Í Grafarvogskirkju verður guðsþjónusta dagsins sérstaklega tileinkuð hjónabandinu. Hjónavígslusálmar verða sungnir og leikin tónlist sem minnir okkur á ástina.

Öll hjón, verðandi hjón og þau sem vilja fagna því að enn fleiri fái nú aðgang að hjónabandinu eru sérstaklega hvött til þess að mæta og fagna ástinni í orði og tónum.

Eftir guðsþjónustuna verður  boðið upp á brúðartertu.

Séra Guðrún Karlsdóttir þjónar ástamt messuþjónum. Organisti er Guðlaugur Viktorsson. Sönghópur leiðir söng og syngur okkkur ástarljóð.

Þú ert hjartanlega velkomin/n!