Hátíðarhöld sjómannadagsins hefjast kl. 10:00
með helgistund við fornt naust, bátalægi sem er fyrir neðan kirkjuna.
Björgunarsveitarmenn úr Landsbjörgu standa heiðursvörð við naustið.
Flutt verða ritningarorð og sungnir sjómannasálmar.

Sjómannamessa hefst kl. 11:00. Séra Bjarni Þór Bjanason þjónar fyrir altari.
Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrv. formaður Landsbjargar flytur hugvekju.
Sjómenn flytja ritningarorð.