Reiði getur verið eðlileg og heilbrigð. Reiðin er frumtilfinning sem vekur okkur og þenur taugar og hjarta. Reiðin getur gefið kraft til að hefja ferli sem er nauðsynlegt til að breyta því sem er ranglátt og óheilbrigt.

Reiðimessa er guðsþjónusta þar sem við berum reiði okkar á borð fyrir Guð og hvert annað. Það er margt sem gerir okkur reið á Íslandi í dag og í þessari messu ætlum við að nefna reiðina okkar og biðja með henni.

Við komum með reiðina okkar í kirkjuna og uppgötvum að þar erum við örugg að tjá okkur og nefna það sem lætur hjartað okkar slá örar í reiði og sorg. Við komum með hjarta sem er reitt og úthellum því frammi fyrir Guði. Við rísum upp sterkari.

Markmið guðsþjónustunnar er að finna samstöðu með hvert öðru, sækja styrk til Guðs og að hvetja hvert annað til þess að nýta reiðina til góðs svo við síðar getum náð sáttum við atburði liðinna ára.

Reiðimessan er á YouTube: www.youtube.com/reidimessa

Nánari uppýsingar um reiðimessuna veita:
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, s. 696 2188, arna.yrr.sigurdardottir@kirkjan.is
Sr. Guðrún Karlsdóttir, s. 697 3450, srgudrun@grafarvogskirkja.is