Grafarvogskirkja: Messa kl. 11:00. Fermingarbörn úr Engja-, Víkur- og Borgaskóla eru sérstaklega boðin ásamt foreldrum sínum. Séra Guðrún Karlsdóttir og Séra Vigfús Þór Árnason þjóna ásamt messuþjónum. Organisti er Hákon Leifsson og kór kirkjunnar leiðir söng.

Eftir messuna verður fundur með fermingarbörnunum og foreldrum þeirra, þar sem farið verður yfir ýmislegt er við kemur fermingunni. Þá mun séra Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu vera með áhugaverða kynningu á trú í kvikmyndum.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hefur séra Bjarni Þór Bjarnason.

Borgarholtsskóli: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðlaugur Viktorsson. Unglingakórinn syngur undir stjórn Oddnýjar Jónu Þorsteinsdóttur.

Sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjón Gunnars Einars Steingrímssonar.