sr. Bjarni Þorsteinsson.jpg

Dagur orðsins verður haldinn í fjórða sinn í Grafarvogskirkju þann 15. nóvember næstkomandi. Í þetta sinn er dagurinn tileinkaður séra Bjarna Þorsteinssyni og er yfirskriftin: Dagur Orðsins – og tónanna.

Árið 2009 eru 110 ár liðin frá útgáfu Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar. Í tilefni af því verður málþing um sr. Bjarna og hefst það kl. 13.00.

Dagskrá málþingsins:
Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður: Maðurinn
Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður: Þjóðlagasafnarinn
Jónas Ragnarsson ritstjóri: Hátíðasöngvarnir

Að loknu málþinginu verður hátíðarmessa kl.  14.00 þar sem hátíðarsöngvar sr. Bjarna verða fluttir. Prestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari og kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Yngri barnakór kirkjunnar undir stjórn Hákonar Leifssonar organista og Arnhildar Valgarðsdóttur. Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.
Að lokinni messu verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.