Þar sem þess er nú minnst að ár er frá hruninu, munu prestar minnast þess í kirkjum landsins við messu sunnudagsins 4. október.  Verður þar sérstaklega beðið fyrir fjölskyldum og heimilum og safnað fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Yfirskrift dagsins verður:  Biðjum og styðjum!  Þau sem telja sig aflögufær eru hvött til að mæta til guðsþjónustu þann daginn, og rétta fram hjálparhönd til þeirra mörgu heimila landsins sem á aðstoð þurfa að halda.   Tökum höndum saman um jöfnuð meðal barna okkar!

Í Guðs friði
Prestar Grafarvogssafnaðar