Kl. 10 mun Hildur Hákonardóttir flytja stuttan fyrirlestur um kartöfluna í sögu og samtíð, en hún hefur skrifað merka bók um efnið. 
Kl. 11 veður síðan uppskerumessa.  Í messunni verður þakkað fyrir uppskeru haustsins, gjafir Guðs. Félagar úr Kartöflufélaginu lesa ritningarlestra.  Árni Johnsen syngur lagið Í kartöflugarðinum heima. Organisti er Hákon Leifsson, kór Grafarvogskirkju syngur.  Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Að messu lokinni mun kartöflu- og grænmetisuppskrifir ligga frammi ásamt því  sem Sölufélag garðyrkjumanna verður með upplýsingaborð.