Herra Pétur Sigurgeirsson biskup lagði til á kirkjuþingi árið 1982 að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og sá dagur myndi verða á Uppstigningardag. Þessi guðsþjónusta er því sérstaklega tileinkaður eldri borgurum og fjölskyldum þeirra.  Fjölskyldum gefst tækifæri til að eiga saman hátíðarstund í kirkjunni sinni og að lokinni guðsþjónustu eru kaffiveitingar í boði Safnaðarfélags, kórs og sóknarnefndar Grafarvogskirkju.

Prestar:  séra Vigfús Þór Árnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir.
Ræðumaður:  Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Organisti:  Hákon Leifsson
Söngur:  Lögreglukórinn ásamt Kór Grafarvogskirkju
Stjórnandi Lögreglukórsins:  Guðlaugur Viktorsson