Séra Guðrún Karlsdóttir, nýkjörinn prestur í Grafarvogssöfnuði var sett inn í embætti
af séra Gísla Jónassyni prófasti. Sjá hér myndir af athöfninni og prédikun sr. Guðrúnar.

Hátíðarhöld sjómannadagsins hefjast kl. 10:30 með helgistund
við fornt naust, bátalægi sem er fyrir neðan kirkjuna,
þá kirkju sem stendur einna næst sjó af kirkjum landsins.
Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík taka þátt í helgistundinni.
Flutt verða ritningarorð og sunginn sálmur.

Innsetningarguðsþjónusta hefst kl. 11:00.
Séra Guðrún Karlsdóttir, nýkjörinn prestur í Grafarvogssöfnuði
verður sett inn í embætti af séra Gísla Jónassyni prófasti.
Séra Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum safnaðarins.
Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Barna- og unglingakór kirkjunnar.
Stjórnendur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir.
Einsöngur: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.
Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir.