miðvikudaginn 4. júní kl. 20:00.
Miðaverð er kr. 3.500,- Miðar seldir á midi.is og við innganginn.

Kammerhópurinn ENSEMBLE BERLIN, heldur tónleika þann 4. júní næstkomandi í Grafarvogskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.

Kammerhópurinn, Ensemble Berlin, var stofnaður árið 1999 en meðlimir hópsins eiga það sameiginegt að vera allir starfandi tónlistarmenn í hinni virtu Fílharmóníusveit Berlínar. Stuttu eftir formlega stofnun hópsins, var hljóðritun af tónleikum hans útvarpað í Þýskalandi og í kjölfarið fylgdu tónleikabókanir víða um heim. Ensemble Berlin er þekktur fyrir glæsilega og samhæfða spilamennsku og spennandi verkefnaval, sem spannar breytt tímabil. Á verkaskrá þeirra eru kammerverk fyrir hina ýmsu hljóðfærasamsetningar, klassísk, rómantísk og verk frá 20. öld en að auki nýjar útsetningar á ýmsum gullmolum tónbókmenntanna sem sýna þau í nýju og fersku ljósi. Á efnisskrá tónleika Ensemble Berlin í Grafarvogskirkju eru verk eftir Domenico Scarlatti, Johann Adolf Hasse, Luigi Boccherini, Domenico Cimarosa, Gioacchino Rossini og Antonio Pasculli en nýlega kom út geisladiskur með flutningi hópsins á þessum verkum á vegum EMI útgáfufyrirtækisins. Miðaverð á tónleikana er kr. 3.500 og eru miðar seldir á midi.is og við innganginn.

Dominant ehf stendur að komu Ensemble Berlin hingað til lands, en fyrirtækið stóð einnig fyrir tónleikum Shlomo Mintz í febrúar síðastliðnum og tónleikaferð Gilles Apap síðastliðið haust.

Með kærri kveðju

Hjörleifur Valsson fiðluleikari