Mánudaginn 3. desember kl. 20:00 heldur safnaðarfélag Grafarvogskirkju sinn árlega jólafund. Edda Andrésdóttir fréttamaður fjallar um og les upp úr nýútkominni bók sinni Í öðru landi.

Mánudaginn 3. desember kl. 20:00 heldur safnaðarfélag Grafarvogskirkju sinn árlega jólafund. Edda Andrésdóttir fréttamaður fjallar um og les upp úr nýútkominni bók sinni Í öðru landi. Þar lýsir hún baráttu föður síns við Alzheimersjúkdóminn um leið og hún hverfur á vit liðins tíma og dregur upp mynd af draumum og veruleika íslenskrar alþýðufjölskyldu og hugleiðir tímann og ellina.

Þorvaldur Halldórsson söngvari flytur jólalög og leiðir almennan söng

Sigrún Árnadóttir matreiðslumeistari sýnir nokkrar tillögur að forréttum á jólaborðið

„Jólalegar“ veitingar, súkkulaði og smákökur.

Stjórn Safnaðarfélagsins