Kórar Grafarvogskirkju eru að hefja starfsemi sína að nýju um þessar mundir. Í kórastarfinu er lögð rík áhersla á sönggleði, allir fá söng- og raddþjálfun, læra að syngja í samhljóm en einnig er lagt uppúr því að hver og einn fái að njóta sín sem einstaklingur. Kórfélagar fá því oft að spreyta sig sem einsöngvarar í bland við kórsönginn.

Gróa Hreinsdóttir mun eins og síðasta vetur stjórna og þjálfa yngsta kórinn, frá 6 – 8 ára, en Gróa er bæði píanó- og orgelleikari með gríðarlega reynslu sem kórstjóri. Svava Kristín Ingólfsdóttir mun stjórna og þjálfa barnakórinn, frá 9 – 11 ára, og unglingakórinn, frá 12 ára og uppúr, en auk þess að vera kórstjóri er hún starfandi söngkona og söngkennari og er enn að bæta við sig námi, því nú í vetur ætlar hún að taka 1 árs diploma í „Complete Vocal Techniqe“ sem er þekking á hinum ýmsu söngstílum.

Margt spennandi er á dagskránni hjá kórunum og má t.d. nefna að stefnt er á tónleikaferð með unglingakórinn til útlanda.

Skráning fer fram milli kl. 17:00 og 19:00 mánudaginn 27. ágúst og þriðjudaginn 28. ágúst í Grafarvogskirkju. Einnig er hægt að skrá og fá frekari uppl. hjá Svövu í síma 867 7882 og á netfangi svavaki@simnet .is og hjá Gróu í síma 699 1886 og á netfangi groaheins@gmail.com.