Í tilefni af nýútkominni geislaplötu á Brynjóllfsmessu eftir Gunnar Þórðarson verða útgáfutónleikar í Grafarvogskirkju þann 18. desember kl. 20.

Í tilefni af nýútkominni geislaplötu á Brynjóllfsmessu eftir Gunnar Þórðarson verða útgáfutónleikar í Grafarvogskirkju þann 18. desember kl. 20.

Brynjólfsmessa er nýtt verk eftir Gunnar Þórðarson sem frumflutt var síðastliðið vor. Gunnar helgaði messuna Brynjólfi biskupi Sveinssyni sem var biskup í Skálholti 1639-1674 í tilefni að því að 400 ár eru liðin frá fæðingu hans.

Kirkjukórar Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju, barna- og unglingakórar kirknanna, einsöngvarar og hljómsveit flytja messuna.

Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Kammersveitin Jón Leifs Camerata leikur undir, en hún er skipuð mörgum af allra fremstu hljóðfæraleikurum landsins. Hljómsveitarstjóri er Hákon Leifsson, kórstjóri og organisti Keflavíkurkirkju.

Aðgöngumiðar eru til sölu hjá kórfélögum og við innganginn.
Aðgangseyrir er 2000 krónur.