Jólatónleikar verða í Grafarvogskirkju á sunnudaginn þann 10. desember klukkan 16.00

Kórar Grafarvogskirkju ásamt einsöngvurunum Ragnari Bjarnasyni, Möggu Stínu og hljómsveit flytja jóla- og aðventulög.

Jólatónleikar verða haldnir í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudaginn þann 10. desember klukkan 16.00

Kór Grafarvogskirkju og Krakkakór, Barnakór og Unglingakór syngja jóla- og aðventulög. Einsöngvarar eru Magga Stína og Ragnar Bjarnason sem syngur tvö ný jólalög eftir Gunnar Þórðason. Með Ragnari syngur dúett Árni Þór Lárusson.

Stjórnendur kóranna eru Hörður Bragason, Svava Kr. Ingólfsdóttir og Gróa Hreinsdóttir.

Hljómsveit skipa Hörður Bragason orgel/pianó, Birgir Bragason bassi, Gróa Hreinsdóttir píanó, Kristinn H. Árnason gítar og Matthías Stefánsson fiðla.