Stór uppsetning á kirkjuóperu– Norrænt samstarf á Gotlandi, Íslandi og á Grænlandi
„Óperusigurinn. …Loksins hefur kirkjulistin komið út úr skápnum Grafarvogskirkju 31. október 2006 kl. 20.00

„MADONNA FURIOSA“
Stór uppsetning á kirkjuóperu– Norrænt samstarf á Gotlandi, Íslandi og á Grænlandi, Grafarvogskirkju 31. október 2006 kl. 20.00
„Óperusigurinn.

…Loksins hefur kirkjulistin komið út úr skápnum og inn í samtímann… Þetta hlýtur einfaldlega að vera ein áhugaverðasta kirkjuópera sem nokkru sinni hefur verið skrifuð á norsku… Þetta fjallar ekki lengur um gamlar og hálfgleymdar frásagnir. Þetta fjallar um það sem umlykur okkur daglega – um vilja, drauma, vald og svik, í stuttu máli um það að vera manneskja. …Slík ópera mun varla gleymast hið fyrsta.“ Gagnrýni eftir Hroar Klempe, Adresseavisen

Hin nýsamda ópera „Madonna Furiosa“ var frumflutt í Niðarós-dómkirkju í Þrándheimi á Olavsfestdagene í ágúst 2005. Bertil Palmar Johansen samdi tónlistina og textinn er eftir Tale Næss.

Óperan fékk mjög góðar, en jafnframt umdeildar viðtökur, og snerti bæði þátttakendur, fjölmiðla, kirkjunnar menn, listahátíðina og áhorfendur sýningarinnar. Sjaldan hefur nýr óperutexti hlotið svo mikla athygli. Með bakgrunn í listrænum möguleikum óperunnar, sem með alþjóðlegum óperustjörnum, spennandi og nýstárlega samsettri hljómsveit og eftir að hafa fengið 12 ára gamlan dansara í þetta nýja norska óperuverk, sem var skrifað með tónleikaferð í huga, er ljóst að hér liggur fyrir ný hugmynd. Útgáfa af óratoríu með dansi og norrænum áhrifum sem hefur fengið boð á listahátíðir á Gotlandi, Íslandi og á Grænlandi.

Markmið nýju óratoríu-útgáfunnar af óperunni „Madonna Furiosa“ er að vera mitt í skurðarpunkti söngs, dans og tónlistar þar sem samtíminn er færður inn í kirkjuna og þar sem táknmyndir tengdar hinu litúrgíska rými eiga að mynda eina merkingarheild með myndbandi og listrænum innsetningum. Leikmyndin verður höfð í lágmarki en verður í þrívídd til þess að fanga og leiða áhorfendur inn í efnislegan kjarna óperunnar.

EFNISYFIRLIT
Madonna Furiosa fjallar um erkitýpur samtímans séð út frá meginboðskap kristninnar– náðinni. Kærleikurinn er takmarkið, fyrir konuna, barnið, hermanninn og fulltrúann en trúnni og voninni er ruglað saman við hamagang samtímans, yfirgefin gildi, uppgjöf og falska staðgengla.

Dýrlingurinn, Jómfrú María, stígur niður til mannanna –en með hvaða kröftum getur hún gripið inn í sköpunarverkið- er ekki grundvöllur sköpunarverksins og draumurinn um kærleikann kominn undir hverjum og einum að stjórna?

Útsetningin er skrifuð fyrir 5 söngvara (SMMTB), 3 dansara og hljómsveit (kammersveit). Við höfum hugsað okkur samstarf við tónlistarfólk á þeim stöðum þar sem óperan verður sett upp. Tónlistarstjóri okkar, konsertmeistarinn ásamt 3-5 mikilvægum hljóðfæraleikurum (raddstjórum) munu fá stærra hlutverk þar sem þeir í raun munu leiða og þjálfa tónlistarmenn/hljómsveit á hverjum stað og jafnvel einnig kór. Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni; með myndband og innsetningar frá Íslandi, 1 söngvara frá Íslandi, 1 söngvara frá Svíþjóð, 3 söngvara frá Noregi og einn þeirra starfar í Danmörku, Gotland er meðframleiðandi sýningarinnar og samstarfsaðilar og skipuleggjendur á Íslandi og Grænlandi.

Óperuna má setja upp í ólíkum útgáfum allt frá tónleikauppsetningum að stórum sviðuppsetningum í „dómkirkjustærð“.

„Sterk og falleg danshönnun sem undirstrikar boðskap óperunnar, aðdáunarfullt starf frá höfundinum Bertil Palmar Johansen og ljóðrænn, fallegur texti eftir Tale Næss – flutt með einsöngvurum og hljómsveit í háum gæðaflokki – nútímalegt, grípandi og spennandi… Það væri synd ef að „Madonna Furiosa“ verður ekki flutt oftar – en ekki endilega í Dómkirkjunni.“ Menningarritstjóri Sigrun Berge Engen,