Næstkomandi þriðjudag, 31. janúar kl. 12:00 verður haldin þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju. Hátíðin hefur verið ákaflega vel sótt undanfarin ár, enda mikill og góður matur á borðum og gott að koma saman við söng og dans og aðra skemmtan.

Næstkomandi þriðjudag, 31. janúar kl. 12:00 verður haldin þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju. Hátíðin hefur verið ákaflega vel sótt undanfarin ár, enda mikill og góður matur á borðum og gott að koma saman við söng og dans og aðra skemmtan.

Dagskrá er sem hér segir: Helgi Seljan fyrverandi þingmaður flytur gamanmál. Sighvatur Jónasson og Benedikt Magnússon leika á harmóniku. Þorvaldur Halldórsson syngur og spilar. Að lokum er stiginn dans. Verð er 2000 krónur. Sjá hér myndir af síðustu þorragleði.