Mikið fjölmenni sótti Grafarvogskirkju heim, sl sunnudag, á sameginlega barnahátíð sunnudagaskólanna í Reykjavíkurprófastdæmi eystra. 800 stólar voru setnir, setið var undir börnum og í gluggakistum. Gera má ráð fyrir að yfir 1000 manns hafi tekið þátt í þessari skemmtilegu stund. Solla stirða og Halla hrekjusvín, úr Latabæ, gerðu stormandi lukku og Guðfinna brúða sagði börnunum sögu af Jesú. Sunnudagaskólinn í Grafarvogskirkju og í Borgarholtsskóla verður áfram alla sunnudaga kl. 11:00. Börnin fá möppu og límmiða fyrir hverja stund.