Kynningarfundur um Alfanámskeið verður fimmtudagskvöldið 19. janúar nk. kl. 20:00.

Alfanámskeið hefst fimmtudagskvöldið 19. janúar nk. kl. 20:00 með kynningarkvöldi. Alfa er tilvalið fyrir þá sem vilja rifja upp út á hvað kristin trú gengur. Námskeið í grundvallaratriðum trúarinnar. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur, á fimmtudags- kvöldum frá kl. 19:00 til 22:00. Innritun og upplýsingar á skrifstofu Grafarvogskirkju í síma 587-9070, eða með tölvupósti til erna@grafarvogskirkja.is.

Hvað er Alfa?

Alfa námskeiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um grundvallaratriðið kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt.

Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda. Hver samvera hefst með léttum málsverði. Síðan er kennt í 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Algengast er að námskeiðið sé haldið á kvöldin og hefst hver samvera kl. 19.00 og lýkur eigi síðar en kl. 22.00. Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.

Fyrir hverja er Alfa?

Alfa er öllum opið

* sem leita vilja svara við spurningum um tilgang lífsins.
* sem vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar.
* sem langar að velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
* sem trúa, efast eða trúa ekki.

Um hvað er rætt á Alfa?

* Hver er tilgangur lífsins?
* Hver var og er Jesús Kristur?
* Hvaða heimildir eru til utan Biblíunnar um Krist?
* Hvernig varð Biblían til?
* Hvernig getum við lesið og skilið Biblíuna?
* Hvernig og hvers vegna eigum við að biðja?
* Hvernig leiðbeinir Guð okkur?
* Hvernig getum við orðið viss í trúnni?
* Hver er heilagur andi og hvað gerir hann?
* Hvernig get ég best varið lífinu sem ég á eftir lifað?
* Hvernig skilgreinir Biblían hið illa og hvernig getum við staðið gegn því afli?
* Læknar Guð nú á dögum?
* Hvaða hlutverki gegnir kirkjan?
* Hvað með eilífðina?

Alfa námskeiðið hefur vakið gífurlega athygli kirkju- og þjóðarleiðtoga, fjölmiðla og almennings í mörgum löndum. Í Bretlandi gerði t.d. hinn kunni sjónvarpsmaður, David Frost, sjónvarpþáttaröð um Alfa og kom námskeiðið og reynsla þátttakenda honum og samstarfsfólki hans þægilega á óvart. Ýmsir af þekktustu fjölmiðlum Vesturlanda hafa fjallað um Alfa námskeiðið.

Daily Telegraph sendi blaðamann sinn á Alfa námskeið:
„ Þegar ég hugsa um reynslu liðinna vikna finnst mér ég hafa verið í tilhugalífi . . . Ég er enn ekki viss um hver var að biðja mín en ég vil gjarnan trúa því að það hafi verið Hann er ekki þau.“

Í viðtali í Newsweek við Nicky Gumbel, forystumann Alfa í Bretlandi, segir: „Það er ekki hægt að skýra það sem er að gerast öðruvísi en að Heilagur andi sé að verki. Efnishyggju nútímans hefur mistekist að svara spurningum fólks um eðli og tilgang lífsins.“

Sjá fleiri umsagnir um Alfa

Upplýsingar um Alfa er einnig hægt að sjá á
alfa.is
alpha.org.uk