Þriðja sunnudag í aðventu 11. desember kl. 11:00 „orgelmessa“ þar sem að lokinni guðsþjónustunni
verða undirritaðir samningar um kaup/gjöf á nýju pípuorgeli. Gefendurnir eru: Björgólfur Guðmundsson f.h. Landsbanka Íslands, Finnur Ingólfur f.h. Vátryggingafélag Íslands og Jóhannes Jónsson í Bónus f.h. Baugur Group.

Orgelmessa í Grafarvogskirkju

Þriðja sunnudag í aðventu 11. desember kl. 11:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Við höfum nefnt stundina „orgelmessu“ vegna þess að lokinni guðsþjónustunni verða undirritaðir samningar um kaup á nýju pípuorgeli fyrir Grafarvogskirkju. Eftirtaldir aðilar undirrita gjafasamning á 40 radda pípuorgeli.
Gefendurnir eru, Björgólfur Guðmundsson f.h. Landsbanka Íslands, Finnur Ingólfur f.h. Vátryggingafélag Íslands og Jóhannes Jónsson í Bónus f.h. Baugur Group.

Gefendur flytja ritningarorð. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur séra Bjarna Þór Bjarnasyni, séra Lenu Rós Matthíasdóttur og séra Elínborgu Gísladóttur. Kór Grafarvogs- kirkju, Barna- og unglingakór kirkjunnar syngja Hörður Bragason er organisti og kórstjóri ásamt Oddnýju J. Þorsteinsdóttur. Aðrir flytjendur eru: Birgir Bragason á bassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Vegna þessa tímamóta verður öllum kirkjugestum boðið í hátíðarveislu, – „orgelveislu“ eftir undirritun samninga.

Fögnum merkum tímamótum í kirkjunni okkar.