Grafarvogsdagurinn verður haldinn í 8 sinn nk. laugardag og er þema dagsins að þessu sinni hreyfing. Helgistund verður við Borgarskóla kl. 11 og Kór Grafarvogskirkju syngur að við afhendingu ´Máttarstólpa Grafarvogs´ kl. 2. Nemendur Borgarholtsskóla verða með beina útsendingu frá deginum á netinu.

Grafarvogsdagurinn verður haldinn í 8 sinn nk. laugardag og er þema dagsins að þessu sinni hreyfing. Helgistund verður við Borgarskóla kl. 11 og Kór Grafarvogskirkju syngur að við afhendingu ´Máttarstólpa Grafarvogs´ kl. 2. Nemendur Borgarholtsskóla verða með beina útsendingu frá deginum á netinu.

Dagskrá dagsins er mjög fjölbreytt að þessu sinni, sjá nánari umfjöllun á vef Grafarvogs og er sérstök athygli vakin á helgistundinni kl. 11 og afhendingu Máttarstólpa Grafarvogs þar sem Kór Grafarvogskirkju syngur, en borgarstjóri afhendir hann að þessu sinni þeim einstaklingum, félagasamtökum eða öðrum sem skarað hafa framúr með framlagi til menningar og mannlífs í Grafarvogi.