Unglingakórnumm hefur verið vel tekið hvar sem hann hefur komið og mótttökurnar í Íslendingabyggðum Kanada hafa verið sérstaklega hlýjar. Í Gimli, The Jonston Hall, Ardal- Geysir Evangelical Lutheran Church, First Lutheran Church og fleiri stöðum. Sjá meira á vefseli kórsins.

FERÐASAGA

9. júlí 2005

Eins og fram kemur 8.júlí þá vorum við í aðalstöðvum drengjakórsins í dag þar sem við héldum æfingu fram yfir hádegi. Að henni lokinni buðu þeir okkur uppá hádegismat. Þegar búið var að borða og æfa aðeins meira fórum við uppá hótel þar sem allir hvíldu sig. Kl.16:45 kom Andy á rútu drengjakórsins og fór með okkur í Joseph The Worker kirkjuna þar sem okkur enn og aftur var boðið í mat. Borið var fram Spaghetti með ítalski sósu, salati, brauði og ávaxtasalat í eftirrétt. Drengjakórinn borðaði með okkur og var séð til þess að strákar og stelpur sætu saman við borð. Æft var í kirkjunni fyrir tónleikana og var það sérstök upplifun fyrir okkur að syngja í svona hljómmikilli kirkju. Tónleikarnir gengu mjög vel og vöktu stelpurnar okkar mikla lukku og fengu mikið hrós. Drengjakórinn stóð sig að sjálfsögðu frábærlega vel og ótrúlegt hversu hljómfagur hann er. Eftir tónleikana var boðið upp á púns og kökur. Allar eru nú komnir í rúm og dvelja í draumaheimi þar til þær verða vaktir kl.6:30 í fyrramálið. Þess má geta í lokin að mjög heitt hefur verið hér hjá okkur í dag yfir 33° C og sumum var verulega heitt á meðan aðrir kunnu vel að meta þennan hita! Myndir

8. júlí 2005

Þegar þetta er skrifað, 9. júlí, erum við stödd í aðalstöðvum Drengjakórsins í Elk River. Klukkan er langt gengin í ellefu fyrir hádegi. Þá er það gærdagurinn sem við ætlum að segja frá, föstudagurinn 8. júlí. Hópurinn fékk sér morgunverð á milli kl. 9:00 og 10:00. Morgunverðurinn er ágætur á AmericInn. Það sem er sérstakt við hann eru vöfflurnar. En hver og einn getur bakað sína eigin vöfflu og fengið sér hlynsíróp eða bláberjasíróp út á. Annars eru stúlkurnar duglegastar við jógúrtið, beyglurnar og brauðið. Kl. 11:30 kom Andy, sem er stofnandi kórsins, á rútu sem er í eigu „Land of Lakes Choirboy´s“. En þessi rúta er 25 ára gömul, smíðuð árið 1980 og er hún merkt kórnum. Stúlkurnar dreymir um að eignast eina slíka, og þá bleika, merkta Unglingakór Grafarvogskirkju. Þess má geta, að Drengjakórinn á tvær rútur.

Hópnum var fyrst ekið á almenningsþvottahús, þar sem við skelltum í nokkrar vélar. Eftir það fórum við á heimili Johns, sem er framkvæmdastjóri kórsins. Hann býr í prýðis húsi, sem hann hefur nýlega gert upp. Þar var okkur boðið upp á brauð, ost, skinku, grænmeti, og drykki. Þetta var matur sem stúkurnar kunnu vel að meta, enda höfðu þær ekki fengið venjulegan brauðost í heila viku. Blue var hundurinn á heimilinu. Hann er af Labrador kyni, svartur, og vingjarnlegur. Stúlkurnar urðu strax vinkonur hans. Eftir að hafa notið gestrisni húsbóndans fórum við aftur í þvottahúsið til þess að sækja fötin sem þá voru orðin þurr og fín. En Anna María, Kristín og Bergþóra höfðu farið í millitíðinni og fært þvottinn úr amerísku þvottvélunum í enn amerískari þurrkara, afar stóra, og erum við ekki á ýkja á neinn hátt.

Eftir þetta var haldið á Kelly´s Farm, sem er einskonar Árbæjarsafn þeirra í Elk River, en mun minna að öllu leyti. Þetta er gamalt bóndabýli, sem saman stendur af stóru og glæsilegu íbúðarhúsi, sem byggt var fyrir 150 árum, hlöðu, verkfærageymslu og glæsilegum kamri. Þá er þarna stór matjurtargarður. 200 metrum frá bóndabýlinu er móttökumiðstöð fyrir þá sem heimsækja safnið. Þar inni er sýningarsalur og verslun. Á þessu safni er starfsfólkið klætt samkvæmt ríkjandi tísku ársins 1850. Þetta starfsfólk var sérlega vingjarnlegt. Stúlkurnar fengu að taka þátt í ýmsum störfum á bóndabýlinu, eins og reyta arfa, sækja vatn í brunninn fyrir utan íbúðarhúsið, taka hey af heyvagni og setja í hlöðu, fóru í 18. aldar leiki, vöskuðu upp, pilluðu baunir og fleira skemmtilegt.

Foreldrafélag Drengjakórsins gaf öllum viðstöddum grillaðar pylsur (ekki eins góðar og SS pylsurnar okkar), snakk, kökur og drykki. Veðrið var yndislegt, 27 stiga hiti og glampandi sólskin. Að því loknu voru haldnir tónleikar á verönd íbúðarhússins. Fyrst söng Drengjakórinn nokkur lög og síðan stigu stúkurnar á stokk og gerðu stormandi lukku. Var klappað vel og lengi. Þá afhentu drengirnir stúlkunum ýmsar gjafir. Hver stúlkla fékk tösku merkta kórnum, sem í voru þessar gjafir. Eftir það var haldið á hótelið. Stúlkurnar fóru um kvöldið í sund, glaðar og ánægðar eftir frábæran dag.

Myndir

6. júlí 2005

Í dag leyfðum við okkur þann munað að sofa frameftir! Sennilega var það bara nokkuð skynsamlegt því allar stelpurnar voru enn sofandi þegar kom að fótaferð kl. 09:00. Eftir morgunmat var haldið í Assiniboine dýragarðinn, en hann er hluti af geysilega stórum og fjölbreyttum garði. Veðrið lék við okkur, léttskýjað og hitinn alveg passlegur. Við gengum góðan hring, skoðuðum bleika pelikana, bison, uglur, ljón og ljónsunga, hvít tígrisdýr, birni og margt fleira. Þetta var fín heimsókn og skemmtileg en þegar leið á magnaðist spennan því komið var að hápunkti dagsins, verslunarferð í Polo Park! Verslunarmiðstöðin er stór Kringla með mörgum stórum og litlum verslunum, þar með talið stórum keðjum eins og Sears. Við skiptum okkur í marga hópa, einn fullorðinn með nokkrar stelpur. Hver og einn hópur fór svo sína leið, borðaði hádegismat, skoðaði úrvalið og óhætt er að segja að nokkuð hafi verið verslað! Ekki voru allir ánægðir þegar við þurftum að halda heim á hótel en huggun harmi gegn að við eigum enn eftir tvær verslunarferðir 🙂 Þegar heim á hótel var komið tók Oddný kórpeysurnar og fór með þær í þvott til Shianne, sem er af íslenskum ættum og langaði mikið að gera eitthvað fyrir okkur. Í morgun þvoði Jóhanna Wilson, vinkona okkar og frænka Maríu hans Bjarna, kórkjólana fyrir okkur. Það má svo sannarlega segja að Vestur-íslendingarnir hafi borið okkur á höndum sér þessa viku og fyrir það erum við öll ákaflega þakklát. Þegar kórpeysurnar voru komnar í þvott skelltum við okkur yfir götuna, á MacDonalds, í fyrsta skipti í ferðinni. Lengi hafði verið beðið eftir því og voru allir sælir og glaðir eftir góðan borgara og ís í eftirmat. Nú eru allir að pakka því snemma í fyrramálið kveðjum við Kanada og þökkum kærlega fyrir frábæra viku og yndislegar móttökur.

Myndir

5. júlí 2005

Dagurinn í dag hefur verið mjög skemmtilegur. Hann hófst með æfingu í First Lutheran Church og eftir það var farið á nokkurs konar markað sem heitir Forks. Þar var öllum skipt í litla hópa og hver hópur fyrir sig fór svo saman í búðir. Allt gekk þetta mjög vel og var þetta góð æfing fyrir stóra daginn þ.e. Mall of America. Flestir fundu eitthvað sem hægt var að kaupa annað hvort fyrir sjálfa sig eða fyrir einhvern heima! Komið var uppá hótel kl.16:30 og hófst þá tími hvíldar og að fara yfir texta fyrir kvöldið. Kl.18:00 var svo haldið aftur í First Lutheran Church því nú var komið að tónleikunum. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir í alla staði og fegnu stelpurnar mikið hrós fyrir frábæran söng og framkomu. Ég verð að segja að ég (Oddný) var mjög stolt af þeim; þær sungu allt nótnalaust enda fengu þær mikið hrós fyrir