Kór og Unglingakór Grafarvogskirkju flytja vorlög og kirkjulega tónlist í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29. maí 2005 kl. 16.00. Kaffisala verður í hléi.

Kór og Unglingakór Grafarvogskirkju flytja vorlög og kirkjulega tónlist í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29. maí 2005 kl. 16.00. Kaffisala verður í hléi.

Kórstjórar: Hörður Bragason og Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Tónlistarmenn: Birgir Bragason, kontrabassa og Hjörleifur Valsson, fiðlu. Einsöngur: Svava Kristín Ingólfsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.

Aðgangseyrir 500 krónur og allur ágóði af kaffisölu í hléi mun renna óskiptur í ferðasjóð Unglingakórsins.

Unglingakórinn er í vináttusambandi við bandarískan drengjakór “Land of Lakes Choirboys” frá Elk River Minnesota. Drengjakórinn hefur tvívegis komið í heimsókn til okkar og haldið tónleika í Grafarvogskirkju nú síðast 30. júní 2004 þar sem Unglingakórinn söng ásamt honum.

Nú í sumar mun kórinn leggja upp í langa og mikla söngferð til USA og á Íslendingaslóðir í Kanada. Hann mun endurgjalda heimsókn Drengjakórsins og halda ásamt honum þrenna tónleika í nágrenni Elk River Minnesota ásamt því að syngja við messu í Central Lutheran Church í Elk River.

Í Kanada heldur kórinn tónleika í Winnipeg og Gimli og mun syngja við messu í Árborg. Einnig mun hann heimsækja elliheimili og gleðja eldri borgara með íslenskri tónlist. Á efnisskrá kórsins er að finna nær eingöngu íslenska tónlist og höfum við kosið að kalla þetta verkefni okkar ,,Íslensk tónlist vestur um haf”.