Grafarvogskirkja mun halda námskeið fyrir starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi, laugardaginn 30. apríl nk. kl. 10:00-13:15. Námskeiðið er í boði Grafarvogskirkju og er því starfsfólki leikskólanna að kostnaðarlausu. Nú hafa yfir 70 leikskólakennarar skráð sig á námskeiðið.

Grafarvogskirkja mun halda námskeið fyrir starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi, laugardaginn 30. apríl nk. kl. 10:00-13:15. Námskeiðið er í boði Grafarvogskirkju og er því starfsfólki leikskólanna að kostnaðarlausu. Nú hafa yfir 70 leikskólakennarar skráð sig á námskeiðið.

Námskeiðið fer fram í Grafarvogskirkju.

Með þessu móti vill kirkjan rétta fram hönd til starfsfólk leikskólanna og þakka því fyrir frábær störf í þágu samfélagsins. Störf þessa hóps eru afar mikilvæg, enda leggur hann grunn að velferð og framtíð barnanna í Grafarvogi. Góður leikskóli er því hagur okkar allra.

Dagskrá námskeiðsins

Kl. 10:00 – Námskeiðið sett.

Kl. 10:10 – 11:10 – Áfallahjálp á leikskólum. Hagnýtar leiðbeiningar til starfsfólks.

Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur. Fyrirspurnir og umræður.

Fimm mínútna kaffihlé.

Kl. 11:15 – 12:15 – Leikskólinn í fjölmenningarsamfélagi.

Sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, og fyrrverandi

námsstjóri í kristnum fræðum. Fyrirspurnir og umræður.

Kl. 12:15 – Hádegismatur.

Kl. 13:00 – Námskeiðinu slitið.

Skráning fer fram á skrifstofu Grafarvogskirkju, alla virka daga,í síma 587-9070. Nánari upplýsingar gefur sr. Bjarni Þór Bjarnason, prestur við Grafarvogskirkju.