Lúðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 20:00. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson og leikin verða verk sem sérstaklega eru samin fyrir lúðrasveitir.

Lúðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 20:00. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson og leikin verða verk sem sérstaklega eru samin fyrir lúðrasveitir.
Tvær ungar Svansstúlkur, María Konráðsdóttir og Ólöf Jósteinsdóttir, munu leika einleik á klarinett og bassethorn. Í tilefni 100 ára ártíðar Árna Björnssonar leikur sveitin Blásið Hornin. Af öðrum verkum má nefna Wind in the willows (Þytur í laufi), og tvo verk eftir Philip Sparke.
Lúðrasveitin Svanur er skipuð ungu fólki á aldrinum 15-40 ára. Sveitin leikur við ýmis tækifæri bæði innan lands sem utan og stefnan hefur verið tekin á tónleikaferð til Færeyja með haustinu. Nánari upplýsingar um sveitina er að finna á www.svanur.org.