Að venju verður guðsþjónustuhald fjölbreytt í Grafarvogskirkju um páskahátíðina.

Að venju verður guðsþjónustuhald fjölbreytt í Grafarvogskirkju um páskahátíðina.

Í dymbilviku eru fermingarguðsþjónustur á skírdag, kl.10:30 og kl. 13:30. Á
skírdagskvöld kl.18:00 verður guðsþjónusta, prestur er séra Bjarni Þór Bjarnason.

Á föstudaginn langa er guðsþjónusta kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og séra Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.

Læknar lesa passíusálmana á föstudaginn langa kl.13:30 19:00, milli lestra verður tónlistarflutningur í umsjón Harðar Bragasonar, Hjörleifs Valssonar og Birgis Bragasonar.

Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 08.00 árdegis séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur einsöng, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hörður Bragason. Eftir guðsþjónustu verður boðið uppá páska-súkkulaði og pönnukökur, í boði Safnaðarfélags og sóknarnefndar.

Hátíðarguðsþjónusta verður einnig kl.11:00 séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Svava Kristín Ingólfsdóttir syngur einsöng og Unglingakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Birgir Bragason á bassa. Organisti er Hörður Bragason.

Hátíðarguðsþjónusta er á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Guðlaugur Viktorsson.
Fermingarguðsþjónustur eru á annan í páskum kl. 10:30 og kl. 13:30

Prestar Grafarvogskirkju, – sjá nánar um dagskrá páskahátíðarinnar