Kvöldmessa verður haldin í Grafarvogskirkju 24. mars, kl. 20:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason annast helgihald. Við komum saman í kirkjunni til að minnast þess þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar ásamt lærisveinum sínum.

Kvöldmessa verður haldin í Grafarvogskirkju 24. mars, kl. 20:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason annast helgihald. Við komum saman í kirkjunni til að minnast þess þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar ásamt lærisveinum sínum.

Í lúthersku þjóðkirkjunni eru tvö sakramenti, en sakramenti er hið heilaga og það sem er frátekið fyrir Guð og engan annan. Þessi tvö sakramenti eru skírn og svo kvöldmáltíðarsakramentið, en við tökum þátt í því þegar við göngum til altaris. Þetta eru sakramenti kirkjunnar vegna þess að Jesús sagðist vera viðstaddur vegna þeirra orða sem hann viðhafði í skírnarskipun sinni þar sem hann sagði: ,,Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Í kvöldmáltíðarsakramentinu er hann með sama hætti á staðnum vegna þess að hann talaði um brauðið sem líkama sinn og vínið sem sitt blóð. Þetta eru mikil fræði og leyndardómsfull og í því samhengi opnar trúin okkar margar dyr og með hana að leiðarljósi sjáum við þessar athafnir í öðru ljósi og upplifun okkar verður önnur og dýpri.

Kirkjan leggur áherslu á þekkingu og skilning áður en gengið er til altaris og tekið við blóði og líkama Krists. Áður en börnin okkar fermast, játa Jesú, og ganga í fyrsta skipti til altaris, þá sitja þau námskeið hjá prestinum sínum í kristnum fræðum. En trúfræðla á heimilum er grunnurinn og því mikilvægt að við foreldrar finnum til ábyrgðar í þessum efnum. Hlutverk foreldra er að ala börnin sín upp í ljósi fyrirheits skírnarinnar. Það þýðir að kenna börnunum bænir, biðja með þeim og fyrir þeim og að auki segja þeim frá öllu því, sem Jesús sagði og gerði. (Byggt á bréfi til foreldra, úr leiðtogahefti fyrir barnastarf kirkjunnar vor 2005, bls.106).