Miðvikudaginn 2. mars, kl. 20:00 verður haldið sérstakt ,,stelpukvöld“ í Grafarvogskirkju. Yfirskrift kvöldsins er ,,heilbrigt líf.“ Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður kemur og ræðir um heilbrigt líferni og Harpa Hrönn Gunnarsdóttir talar um reynslu sína af átröskunarsjúkdómi.

Miðvikudaginn 2. mars, kl. 20:00 verður haldið sérstakt ,,stelpukvöld“ í Grafarvogskirkju. Yfirskrift kvöldsins er ,,heilbrigt líf.“ Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður kemur og ræðir um heilbrigt líferni og Harpa Hrönn Gunnarsdóttir talar um reynslu sína af átröskunarsjúkdómi.

Öllum fermingarstelpum í Grafarvogi er boðið að koma með mömmu sinni, fósturmömmu, ömmu, systur eða frænku á þetta kvöld.

Stutt helgistund verður í upphafi, sr. Lena Rós Matthíasdóttir og sr. Elínborg Gísladóttir leiða stundina. Í lokin er öllum boðið upp á veitingar.

Sjáumst hressar, stelpur!