Stofnað hefur verið vefmyndaalbúm Grafarvogskirkju á Flickr-vefselinu. Fyrstu myndaraðirnar sem komnar eru upp eru frá þorrablóti eldriborgarastarfsins (sjá hér) og svipmyndir úr starfi unglingakórsins (sjá hér). Þeir sem vilja leggja þessu safni til efni og krafta (merkja upp myndir) til að minningarnar varðveitist vel hafi samband við vefumsjónarmann.

Stofnað hefur verið vefmyndaalbúm Grafarvogskirkju á vefselinu www.Flickr.com/photos/grafarvogskirkja. Fyrstu myndaraðirnar sem komnar eru upp eru frá þorrablóti eldriborgarastarfsins (sjá hér) og svipmyndir úr starfi unglingakórsins (sjá hér). Þeir sem vilja leggja þessu safni til efni og krafta (merkja upp myndir) til að minningarnar varðveitist vel hafi samband við vefumsjónarmann.

Hægt er að birta myndir úr safninu hvar sem er og nota þær til stuðnings efni og eða til að vekja áhuga á því sem er á döfinni.

Myndaalbúm Þorrablóts eldriborgarastarfsHafi einhver velviljaður tölvutækar myndir í fórum sínum og er tilbúinn að deila því með okkur þá hafi samband við vefumsjónarmann eða undirritaðan og hægt verður að koma því við. Eins þeir sem vilja gera athugasemdir við myndirnar, þe nöfn þeirra sem eru á myndunum og eitthvað um viðburðina geta sett athugasemdir undir við þær á vefnum. Það má einnig bæta inn staðreyndum þannig að myndasafnið varðveitist vel til framtíðar.