Í þriðja sinn verður boðið upp á sérstakar helgstundir alla virka daga aðventunnar í Grafarvogskirkju kl. 7:00 á morgnana.

Um er að ræða sextán skipti. Fyrsta morgunstundin verður mánudaginn 29. nóvember og sú síðasta að morgni Þorláksmessu. Hver morgunstund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn og tekur um 10-15 mínútur.

Í þriðja sinn verður boðið upp á sérstakar helgstundir alla virka daga aðventunnar í Grafarvogskirkju kl. 7:00 á morgnana.

Um er að ræða sextán skipti. Fyrsta morgunstundin verður mánudaginn 29. nóvember og sú síðasta að morgni Þorláksmessu. Hver morgunstund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn og tekur um 10-15 mínútur.

Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morgunverð í safnaðarsal kirkjunnar. Þessar morgunstundir hafa verið vel sóttar. Þær gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar áður en haldið er af stað út í lífið til að sinna margvíslegum verkefnum í dagsins önn.