Prófastur Reykjarvíkurprófastsdæmis eystra, Gísli Jónasson, hefur undanfarna daga vísiterað Grafarvogssöfnuð. Mun messan næsta sunnudag, 24. október, kl. 11:00 marka vísitasíulok. Hér áður fyrr var meiginhlutverk vísitasíu að taka út byggingar og aðstöðu alla, en í dag er stór hluti vísitasíunnar fólginn í því að prófastur ræðir við presta, sóknarnefnd og starfsfólk, um allt sem snýr að safnaðarstarfinu.

Prófastur Reykjarvíkurprófastsdæmis eystra, Gísli Jónasson, hefur undanfarna daga vísiterað Grafarvogssöfnuð. Mun messan næsta sunnudag, 24. október, kl. 11:00 marka vísitasíulok. Hér áður fyrr var meiginhlutverk vísitasíu að taka út byggingar og aðstöðu alla, en í dag er stór hluti vísitasíunnar fólginn í því að prófastur ræðir við presta, sóknarnefnd og starfsfólk, um allt sem snýr að safnaðarstarfinu.

Þegar prófastur vísiterar, er hann fulltrúi biskups og kirkjustjórnar. Þannig eru heimsóknir sem þessar liður í gæðaeftirliti biskups og kirkjustjórnar. Sé einhvers staðar pottur brotinn að mati prófasts, gerir hann tillögur til úrbóta og lætur yfirstjórn kirkjunnar vita, sem og sóknarprest í viðkomandi söfnuði.

Eftir messu verður safnaðarfundur, þar sem fólki gefst kostur að tjá sig um safnaðarstarfið og koma fram ábendingum þar að lútandi. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.