Safnaðarfélagið stóð fyrir fyrsta fundi vetrar þann 4. október kl. 20:00. Þótti vel mætt á fundinn, enda safnaðarsalurinn þétt setinn af konum og körlum á öllum aldri. Formaður félagsins, Björg Lárusdóttir bauð fólk velkomið og séra Lena Rós Matthíasdóttir flutti stutta hugleiðingu. Fyrirlesari kvöldsins var Guðfinna Eydal, sálfræðingur.

Safnaðarfélagið stóð fyrir fyrsta fundi vetrar þann 4. október kl. 20:00. Þótti vel mætt á fundinn, þrátt fyrir stormviðvaranir í veðurspám og var safnaðarsalurinn þétt setinn af konum og körlum á öllum aldri. Formaður félagsins, Björg Lárusdóttir bauð fólk velkomið og séra Lena Rós Matthíasdóttir flutti stutta hugleiðingu. Fyrirlesari kvöldsins var Guðfinna Eydal, sálfræðingur.

Erindi Guðfinnu fjallaði um miðlífsaldurinn, og þau kreppueinkenni sem gjarna koma upp á því tímabili. Studdist hún í erindi sínu við bókina ,,Í blóma lífsins“ sem hún skrifaði í félagi við annan sálfræðing. Kenndi bæði léttleika og áhuga á meðal viðstaddra, enda ófáir sem fundu sig í þeim reynsluheimi er Guðfinna varpaði ljósi á.

Safnaðarfélagið er opið félag og áhugasömum bent á síma kirkjunnar til frekari upplýsinga. Sími Grafarvogskirkju er 587 9070.