Barnastarfið er komið á góða siglingu nú í vetrarbyrjun. Rebbi refur og Gulla gæs hafa þegar náð að vinna hug og hjörtu kirkjugesta. Nær hrifningin út yfir alla aldurshópa og ljóst að Guðfinna hin sívinsæla má fara að passa sig, ætli hún ekki að láta þau stela senunni frá sér.

Í vetur munu þessar hressu brúður kíkja í barnaguðsþjónustur og kitla hláturtaugar kirkjugesta. Guðsþjónustur fyrir börnin eru alla sunnudaga kl. 11:00, bæði í Borgarholtsskóla og Grafarvogskirkju.

Barnastarfið er komið á góða siglingu nú í vetrarbyrjun. Rebbi refur og Gulla gæs hafa þegar náð að vinna hug og hjörtu kirkjugesta. Nær hrifningin út yfir alla aldurshópa og ljóst að Guðfinna hin sívinsæla má fara að passa sig, ætli hún ekki að láta þau stela senunni frá sér.

Í vetur munu þessar hressu brúður kíkja í barnaguðsþjónustur og kitla hláturtaugar kirkjugesta. Guðsþjónustur fyrir börnin eru alla sunnudaga kl. 11:00, bæði í Borgarholtsskóla og Grafarvogskirkju.

Starfsmenn í Borgarholtsskóla eru: Guðmundur Arnarson, leiðtogi og Dagný Guðmundsdóttir, leiðtogi. Guðlaugur Viktorsson sér um undirleik og prestar Grafarvogskirkju skiptast á að leiða bænastund.

Starfsmenn í Grafarvogskirkju eru: Hjörtur Steindórsson, leiðtogi og Guðrún Loftsdóttir, leiðtogi. Stefán Birkisson sér um undirleik og prestar Grafarvogskirkju skiptast á að leiða bænastund.