Á sunnudagskvöldum kl. 20:00 kemur bænahópur kirkjunnar saman til fyrirbæna. Hópurinn hefur starfað í fjölda ára og er ákaflega öflugur. Þetta er opinn bænahópur og öllum áhugasömum tekið fagnandi.

,,Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.” (Matt. 18. 19-20).

Tekið er við fyrirbænum í síma kirkjunnar: 587 9070.
Einnig er hægt að koma bænarefnum til presta og djákna safnaðarins.