Tuttugu og fimm ára afmæli Grafarvogssafnaðar.
Afmælisgjöf í orgelsjóð kirkjunnar.

grafarvogsorgelÁrið 2014 varð Grafarvogssöfnuður 25 ára, merkileg saga er að baki í fjölmennasta söfnuði landsins. Á afmælisári var Kirkjuselið í Menningarmiðstöðinni vígt í apríl mánuði og á afmælisárinu var gefið út afmælisrit um sögu safnaðarins.

Eitt af mikilvægustu verkefnum safnaðarins auk kirkjustarfsins sjálfs er að kirkjan eignist orgel. Fyrir efnahagshrunið gekk orgelsöfnunin vel. Búið er að hanna orgelið en ein frægasta orgelverksmiðja heimsins Roman Seifert var fengin til verksins. Vegna erfiðleika í efnahagsmálum var numið staðar um stund við verkefnið.  Safnast hafa yfir 60 miljónir í orgelið, en þekktir athafnamenn hafa lagt þar fram myndarlegan skerf. Orgelið kostar um eitt hundrað miljónir, þannig að okkur vantar um 40 miljónir króna til að ljúka verkefninu. Þess má geta að Grafarvogskirkja hefur ekki sjálf fjárhagslega getu til að kosta verkefnið. Þess vegna langar okkur núna að leita til safnaðarfólks, það höfum við ekki gert áður. Möguleikarnir eru miklir þar sem um sjö þúsundir heimila eru í Grafarvogssókn. Hver gjöf lítil eða stór skiptir máli.

Fyrrverandi organisti okkar Hörður Bragason orðaði núverandi ástand í tónlistarmálum kirkjunnar okkar á skemmtilegan hátt er hann sagði, „kirkjan er eins og Rolls Royce með Trabant mótor.“

Þegar orgelið okkar verður komið og uppbyggt verður kirkjan okkar enn eftirsóttari en áður til tónleikahalds.

Verum með, með sterkum samhug tekst okkur að vinna verkið til enda. „þeir einir fiska sem róa.“  Hér má einnig, sem og í öllu lífi, minna á orð Meistarans „Sælla er að gefa en að þiggja.“

Ef þú vilt þú gefa í orgelsjóð kirkjunnar hafðu samband í Grafarvogskirkju sími: 587-9070 eða leggðu inn á orgelsjóð kirkjunnar: kt. 520789-1389 – Bankanr. 0324-13-300900.

Nánari upplýsingar um orgelsöfnunina