Almenn guðsþjónusta er hvern helgan dag kl. 11:00 í Grafarvogskirkju og kl. 13:00 í Kirkjuselinu í Spöng. Sunnudagaskóli er á neðri hæð Grafarvogskirkju á sunnudögum kl. 11:00. Prestar safnaðarins skiptast á að þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju leiðir safnaðarsöng í kirkjunni og Vox populi í Kirkjuselinu. Hákon Leifsson er organisti og tónlistarstjóri safnaðarins. Lára Bryndís Eggertsdóttir er undirleikari og stjórnandi Vox populi. Messuþjónar bera uppi guðsþjónustu, ásamt prestum safnaðarins. Kaffi á könnunni eftir guðsþjónustuna.

Messan í kirkjunni er yfirleitt með hefðbundnu sniði en í Kirkjuselinu er boðið upp á léttari guðsþjónustur.

“Þá munu menn koma frá austri og vestri, frá norðri og suðri og sitja til borðs í Guðs ríki.” Lúk. 13.29