Vorferð eldri borgara í Grafarvogskirkju verður þriðjudaginn 8. maí. Farið verður frá kirkjunni kl. 10.30 og komið heim um kl. 17.30. Farið verður á Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem byrjað verður á því að borða ljúffenga kjötsúpu. Að hádegisverði loknum verða sýningarnar skoðaðar og síðan verður farið í Innri-Hólmskirkju þar sem Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni tekur á móti hðópnum. Þar verður boðið upp á kaffi og kleinu fyrir þau sem vilja. Síðasta stoppið verður í sumarbúðunum Ölveri þar sem Þóra Björg tekur á móti okkur og við fáum síðdegishressingu.

Verð er 6.000 kr á þátttakanda og það þarf að skrá sig í ferðina fyrir 3. maí.