Málverkasýning verður í Borgum, Spönginni 43 á verkum Péturs Blöndal.
Sýningin opnar mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 15:00.
Opið 26. Febrúar til 2. mars kl. 13:00 til 17:00.

Pétur Blöndal er fæddur 16.nóvember 1925.
Hann ólst upp á Seyðisfirði og að loknu hefðbundnu barna og gagnfræðaskólanámi hóf hann
nám í rennismíði hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar og síðar í Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík.

Árið 1947 stofnaði hann Vélaverkstæði P.Blöndal á Seyðisfirði, en það brann til kaldra kola eftir
nokkra mánaða rekstur. Árið eftir kom bróðir hans, Ástvaldur, til liðs við hann og saman byggðu
þeir nýtt verkstæðishús og keyptu nýjan vélbúnað og hófu reksturinn á ný. Stuttu síðar var nafni
fyrirtækisins breytt í Vélsmiðjan Stál og ráki þeir bræður það í rúmlega 50 ár.

Snemma komu í ljós listrænir hæfileikar Péturs. Hann teiknaði, smíðaði og gerði við alslags hluti
strax á barnsaldri. Það kom fljótt í ljós að hann var smiður „af guðs náð“, jafnvígur á játn og tré og
hafði næmt auga fyrir því sem fallegt var, hvort sem var í náttúrunni eða manngerðum hlutum.

Hann var ekki hár í loftinu þegar hann var farin að teikna og mála, smíða fyrir aðra, eða gera við
reiðhjól og síðar bíla og hverskonar vélbúnað. Árið 1945, á 50 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar,
málaði hann mynd sem var 6 metrar að breydd og 4metrar á hæð af Seyðisfjarðarkaupstað
sem veggskreytingu í hátíðarsal barnaskólans þar sem afmælisveisla kaupstaðarinns var
haldin. Samskonar mynd málaði hann og gaf foreldrum sínum og er hún hér á sýningunni.
Hann var um árabil leiktjaldamálari hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar og auglýsingateiknari,
meðan tíðkaðist að auglýsa í búðargluggum.

Auk þessara hæfileika sem hér er getið lék hann á hljóðfæri, einkum harmonikku og píanó
Hann var liðtækur harmonikkuleikari á böllum áður fyrr og lék á píanó í hljómsveitum
á Seyðisfirði, var fastur undirleikari á jólaböllum um árabil og ómissandi undirleikari
við gamanvísnasöng.

Myndirnar á þessari sýningu eru að mestu eign barna og barnabarna. Þær eru annarsvegar
gerðar á fyrstu 25 árum í lífi Péturs, en flestar eftir að börnin fimm voru komin á legg.
Árin þar á milli voru annasöm við reklstur fyrirtækisins, heimilis og daglegra anna.
Pétur var mikill félagsmálamaður, sat í bæjarstjórn og fjölda nefnda og
stjórna m.a á Alþingi af og til sem varaþingmaður.