Helgihald Grafarvogskirkju yfir páskana

//Helgihald Grafarvogskirkju yfir páskana

Að venju er mikið um að vera í Grafarvogssöfnuði yfir páskahátíðina. Fermingarmessur verða á skírdag og annan í páskum og boðið er til máltíðar á skírdagskvöld. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta ásamt því að Passíusálmarnir verða lesnir síðdegis. Páskadagur hefst með hátíðarguðsþjónustu kl. 8 í Grafarvogskirkju og í kjölfarið verður hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30. Upprisuhátíð verður svo í Kirkjuselinu kl. 13 á páskadag.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um helgihaldið yfir páskana.

Skírdagur 13. apríl

Ferming kl. 10:30.

Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Ferming kl. 13:30. Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Skírdagskvöld – Boðið til máltíðar

Við minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists með lærisveinum sínum með því að neyta einfaldrar máltíðar við langborð í kirkjunni. Máltíðin er hluti af messunni. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Stundin er kl. 20:00 í Grafarvogskirkju.

Föstudagurinn langi 14. apríl

Guðsþjónusta kl. 11:00.

Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Söngkonur og strengjasveit flytja fjögur lög úr Stabat Mater eftir Pergoleis. Organisti er Hákon Leifsson

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í heild sinni kl. 13:00 – 18:00.

Lesarar eru rithöfundar, félagar í Rithöfundasambandi Íslands. Hákon Leifsson leikur á píanó og Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur flytur ávarp í upphafi.

Páskadagur 16. apríl

Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 08:00.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Gissur Páll Gissurarson. Organisti er Hákon Leifsson. Heitt súkkulaði og hátíðarmorgunverður í boði eftir messuna.

Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Gissur Páll Gissurarson. Organisti er Hákon Leifsson.

Upprisuhátíð í Kirkjuselinu kl. 13:00.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Einsöngvari er Björg Þórhallsdóttir. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Boðið er upp á Fiskisúpu Sægreifans eftir messu.

Annar í páskum 17. apríl

Ferming kl. 10:30.

Prestar eru Sigurður Grétar Helgason og Grétar Halldór Gunnarsson.

Ferming kl. 13:30.

Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

By | 2017-04-06T14:01:06+00:00 9. apríl 2017 | 15:00|