Að venju er mikið um að vera í Grafarvogssöfnuði yfir páskahátíðina. Fermingarmessur verða á skírdag og annan í páskum og boðið er til máltíðar á skírdagskvöld. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta ásamt því að Passíusálmarnir verða lesnir síðdegis. Páskadagur hefst með hátíðarguðsþjónustu kl. 8 í Grafarvogskirkju og í kjölfarið verður hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30. Upprisuhátíð verður svo í Kirkjuselinu kl. 13 á páskadag.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um helgihaldið yfir páskana.