img_3216

Grafarvogskirkja kl. 11:00

Útvarpað verður frá guðsþjónustunni þar sem þemað verður „kosningar“. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum, guðfræðinemum og fulltrúum flestra stjórnmálaflokka. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju syngur.
Öllum stjrónmálaflokkum sem bjóða fram í alþingiskosningunum, sem verða 29. október næstkomandi, var boðið að senda fulltrúa sem munu flytja bænir eða taka þátt með öðrum hætti. Saman munum við biðja fyrir kosningunum, frambjóðendunum og framtíð landsins.
Efni prédikunarinnar er „Að deila kjörum“.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er stefán Birkisson.

Kirkjusel kl. 13:00

Selmessa í Kirkjuselssalnum. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox populi syngur.

Sunnudagaskóli undir stjórn Matthíasar Guðmundssonar. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Velkomin í kirkju!