Dr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur verið kjörinn prestur í Grafarvogssöfnuði og mun biskup Íslands skipa hann í embættið. Kjörnefnd safnaðarins komst að þessari niðurstöðu en kosið var á milli fimm umsækjenda. Áður hafði matsnefnd metið þessa fimm umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu.g-mynd

Grétar Halldór lauk embættispróf frá Háskóla Íslands árið 2008. Hann útskrifaðist með meistarapróf  í guðfræði frá Princeton Seminary  árið 2009 og lauk doktorsprófi í guðfræði frá Edinborgarháskóla árið 2015. Grétar er nú starfsmaður Kjalarnessprófastsdæmis og sinnir sömuleiðis stundakennslu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Grétar er jafnframt formaður Kyrrðarbænasamtakanna og á sæti í stjórn Biblíufélagsins. Grétar þýddi nýverið bókina Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð, sem kom út hjá Skálholtskútgáfunni í ágúst síðastliðnum.

Grétar Halldór verður vígður til Grafarvogssafnaðar á næstu vikum og hefja störf svo fljótt sem auðið er.

Við bjóðum Grétar Halldór hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum Guðs blessunnar!